Lífið

Krefur CSI-stjörnu um hús og 150 milljónir

Horatio Caine, sem David Caruso leikur í sjónvarpsþáttunum CSI: Miami, þykir ekki leiðinlegt að munda sólgleraugun og eiga síðasta orðið.
Horatio Caine, sem David Caruso leikur í sjónvarpsþáttunum CSI: Miami, þykir ekki leiðinlegt að munda sólgleraugun og eiga síðasta orðið.
Barnsmóðir og fyrrum kærasta Davids Caruso, sem leikur kempuna Horatio Caine í sjónvarpsþáttunum CSI: Miami, fer fram á að hann greiði sér 1,2 milljón dollara. Upphæðin samsvarar rúmum 150 milljónum íslenskra króna. Hún fer jafnframt á að fá eitt af húsum leikarans.

Lisa Marquez segir að Caruso hafi lofað að sjá um hana en hún lét af störfum sem sölumaður á ferðskrifstofu að hans beiðni þegar þau byrjuðu saman í apríl 2004. Marquez segir að leikarinn hafi verið afar ráðríkur og eigingjarn og sagt skilið við sig einungis tveimur dögum eftir að seinna barn þeirra fæddist.

Lögfræðingur leikarans segir kröfur Marquez byggja á veikum grunni. Hún sé einungis að reyna að ná sér niður á Caruso í forræðisdeilu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.