Innlent

Ekkert ákveðið um mánaðarlegar barnabætur

Ekkert bólar á loforði síðustu ríkisstjórnar um að barnabætur verði greiddar út mánaðarlega en ekki ársfjórðungslega. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lofaði þessu á blaðamannafundi um aðgerðarpakka fyrir heimilin þann 14. nóvember.

Í fjármálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að málið væri í skoðun og engin ákvörðun hefði verið tekin um hvort eða hvenær þessi breyting komi til framkvæmda.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×