Innlent

Sumarannir í staðinn fyrir atvinnuleysi

Hildur Björnsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Hildur Björnsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Stúdentaráð Háskóla Íslands telur að stór hluti þeirra 13.500 stúdenta sem stunda nám við Háskólann muni ekki ná að verða sér úti um sumarvinnu.  Því hvetur ráðið Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, til að endurvekja sumarannir við skólann.

Í opnu bréfi til Kristínar segir stúdentaráð að í ljósi efnahagsástandsins sé mikilvægt að huga að hagsmunum stúdenta. ,,Nú þegar atvinnuhorfur Íslendinga eru svartar er ljóst að stór hluti þeirra 13.500 stúdenta sem stunda nám við Háskólann mun standa frammi fyrir atvinnuleysi næsta sumar. Háskóli Íslands, flaggskip íslenskra menntastofnana, getur komið til móts þetta fólk."

Með sumarönnum við skólann væri atvinnulausum stúdentum gefinn kostur á að stunda nám yfir sumartímann og taka um leið sumarlán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, að mati ráðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×