Innlent

Stefán Haukur stýrir aðildarviðræðum Íslands

Magnús Már Guðmundsson skrifar

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hefur falið Stefáni Hauki Jóhannessyni sendiherra að vera aðalsamningamaður Íslands í fyrirhuguðum aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins er fullyrt að Stefán Haukur sé einn reyndasti samningamaður Íslands á alþjóðavettvangi. Hann hefur verið sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel frá árinu 2005.

Þar segir jafnframt að gert sé ráð fyrir að á næstu vikum eða mánuðum ljúki framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gerð álits síns um aðildarumsókn Íslands og að á grundvelli þess taki aðildarríkin ákvörðun um að hefja formlegar aðildarviðræður.

„Ætla má að þær hefjist á fyrri helmingi næsta árs og mun aðalsamningamaður í umboði utanríkisráðherra stýra þeim fyrir hönd Íslands. Skipan formanna einstakra samningahópa og annarra fulltrúa í samninganefnd Íslands verður kynnt síðar í vikunni," segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×