Innlent

Enginn biðlisti á frístundaheimilum í Reykjavík

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kassabílarallý við Frostaskjól. Mynd/ Valgarður.
Kassabílarallý við Frostaskjól. Mynd/ Valgarður.
Enginn biðlisti er til staðar á frístundaheimilunum á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar fyrir utan 3 nýjar umsóknir. Sigrún Sveinbjörnsdóttir, verkefnisstjóri á sviði tómstundamála, segir að ástæðan sé sú að vel hafi gengið að ráða starfsfólk. „Við höfum alltaf verið undirmönnuð á þessum tíma," segir Sigrún. Nú sé svo til búið að ráða í allar stöður og starfsmannamálin komin í eðlilegan farveg.

Sigrún segir að tæplega 2900 börn njóti þjónustu á 33 frístundaheimilum víðsvegar um borgina. Í frétt á vef Íþrótta- og tómstundaráðs kemur fram að börnin hafa haft ýmislegt fyrir stafni. Veislur hafi verið haldnar í tilefni af hrekkjavöku og á mörgum frístundaheimilum séu börnin að útbúa gjafir til að senda til verkefnisins ,,Jól í skókassa". Börn úr Hlíðarskjóli fóru á Alþingi í síðustu viku og samþykktu þar Frumvarp að lögum um piparkökugerð. Frumvarpið má sjá með því að smella á hlekkinn hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×