Innlent

Rúða brotin í fyrrum höfuðstöðvum Baugs

Rúða var brotin á Túngötu sex, í fyrrverandi höfuðstöðvum Baugs, í gærdag.

Rúðan sem var brotin er á annarri hæð hússins við Túngötu. Þar voru höfuðstöðvar Baugs í fjölda ára, en félagið er gjaldþrota og nýjir leigjendur í húsinu. Tilkynnt var um verknaðinn um klukkan fjögur í gærdag en ódæðismaðurinn hljóp á brott þegar hann varð var við að fylgst var með honum.

Að mati lögreglu virðist sem um innbrotstilraun hafi verið að ræða. Þó er ekki hægt útiloka neitt þeim í efnum.

Orð Davíð Oddssonar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins koma óneitanlega upp í hugann. Þar ræddi Davíð um búshaldarbyltinguna sem hann sagði ekki hafa beinst að hinum sönnu spellvirkjum íslensks efnahagslífs og bætti svo þessu við:

„Um það orti skáldið. Mannfjöldinn stöðugt á vellinum vex og vex eins og arfi á heyi. Teygist hann kannski upp að Túngötu 6 og tekur þar hús á Baugi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×