Innlent

Leggur til að héraðsdómurum verði fjölgað um fimm

Ragna Árnadóttir
Ragna Árnadóttir

Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra kynnti frumvarp um tímabundna fjölgun dómara og aðstoðarmanna í ríkisstjórn í morgun. Lagt er til að héraðsdómurum verði fjölgað úr 38 í 43.

Tillögur ráðherra eru í samræmi við ósk dómstólaráðs sem hefur áður farið fram á að héraðsdómurum verði fjölgað um fimm og aðstoðarmönnum um sömu tölu. Frumvarpið mun síðan fara fyrir stjórnarflokkana í næstu viku og stefnt er að því að leggja það fyrir þingið fljótlega eftir það.

Vegna aukins álags á dómskerfið undanfarið hefur verið kallað eftir því að fleiri dómararar verði skipaðir.

Helgi I. Jónsson dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hafði ekki heyrt af umræddu frumvarpi þegar fréttastofu heyrði í honum í morgun. Hann sagð hinsvegar að farið hefði fram á umrædda fjölgun dómara en því myndi einnig fylgja fjölgun dómritara við dómstólana.

Helgi segir að miðað við þá fjölgun mála sem hann sjái fram á dugi þessi fjöldi dómara þó skammt, en menn verði að taka eitt skref í einu. Hann sér fyrir sér 5-10 ára ferli sem það taki að vinda ofan af því ástandi sem er í uppsiglingu.

Einkamálin í Héraðsdómi Reykjavíkur eru þegar orðin eitt þúsund á árinu en allt bendir til að þau verði um ellefu hundruð í árslok.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×