Innlent

Ólafi Ragnari boðið til Indlands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson forseti.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti.
Forseti Indlands Pratibha Patil og indversk stjórnvöld hafa boðið Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, að koma í opinbera heimsókn til Indlands dagana 14.-18. janúar næstkomandi.

Þar er gert ráð fyrir að Ólafur taki við Nehruverðlaununum sem ákveðið var að sæma hann á liðnu ári. Samkvæmt upplýsingum frá forsetaembættinu fær Ólafur Ragnar Grímsson verðlaunin fyrir framlag á alþjóðlegum vettvangi og þátttöku sína í baráttu fyrir friði og afvopnun þegar hann átti ásamt öðrum frumkvæði að samstarfi sex þjóðarleiðtoga, m.a. Rajiv Gandhi og Olof Palme.

Nehruverðlaunin eru kennd við fyrsta forsætisráðherra Indlands, þjóðarleiðtogann Jawaharlal Nehru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×