Innlent

Skiptinemar fengu fósturfjölskyldur

Guðrún Eyþórsdóttir
Guðrún Eyþórsdóttir

Skiptinemarnir sem ekki höfðu fengið fjölskyldu og sagt var frá í Fréttablaðinu í gær eru nú komnir með fósturfjölskyldu. Greint var frá því í fréttinni að illa hefði gengið að fá fósturfjölskyldur í ár vegna efnahagsþrenginga. „En ég verð að segja að þó að pyngjan sé kannski létt um þessar mundir þá er hjartað stórt. Viðbrögðin við fréttinni voru með ólíkindum, ég hefði aldrei trúað þessu, síminn stoppaði ekki," segir Guðrún Eyþórsdóttir, verkefnastjóri erlendra nema hjá AFS-skiptinemasamtökunum.

„Við fengum líka fólk sem vildi vera stuðningsfjölskyldur og fjölskyldur sem verða settar á lista sem fósturfjölskyldur fyrir skiptinema sem koma munu næsta haust til Íslands," segir Guðrún sem er einmitt að byrja að fara yfir umsóknir skiptinema sem vilja dvelja á Íslandi næsta vetur.

Guðrún segir þrjá af fjórum nemum komna með fósturfjölskyldu og verið sé að ganga frá fjölskyldu fyrir þann fjórða. Stuðningsfjölskyldurnar hafa það hlutverk að vera bakhjarl skiptinemanna og getur skiptineminn til dæmis dvalið þar ef eitthvað kemur upp á hjá fósturfjölskyldunni.

- sbt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×