Fékk sjokk þegar bæturnar skiluðu sér ekki Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 15. júlí 2009 12:48 Greiðslutékkar Mynd/GVA „Að stöðva svona greiðslu án neins fyrirvara er náttúrulega fáránlegt. Þú getur ímyndað þér sjokkið sem maður fær," segir Linda Magnúsdóttir, einstæð fjögurra barna móðir sem þiggur atvinnuleysisbætur. Greiðslu bóta til hennar var frestað um síðustu mánaðamót, þar eð Linda hafði aðrar tekjur í marsmánuði samkvæmt samkeyrslu Vinnumálastofnunar við staðgreiðsluskrár Ríkisskattstjóra. Tekjurnar reyndust vera mæðralaun að upphæð 16.300 krónur, sem ekki eru frádráttarbærar. Vinkona Lindu hefur sömu sögu að segja. „Ég var búin að plana að fara með krakkana mína upp í sumarbústað. Þegar maður lendir í svona frestun getur maður ekki greitt neina reikninga eða mat einu sinni. Maður vissi ekkert hvað maður átti að gera," segir Linda. Hún bendir á að bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp séu farin í sumarfrí, svo hún hafi verið farin að örvænta um hvernig hún ætti að fæða börnin sín. Hún segist hafa átt erfitt með að ná sambandi við Vinnumálastofnun til að fá skýringar á greiðslufrestuninni. Hún er afar ósátt og bætir við að hún hafi ekki fengið neina afsökunarbeiðni eða skýringu frá stofnuninni. Loks fékk Linda þó greitt seinnipartinn á föstudag þriðja júlí. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun voru þó hundrað til tvöhundruð manns sem ekki fengu greitt fyrr en sjötta júní, tæpri viku eftir að greiðslurnar áttu að berast. Aðspurð segist Linda telja að það hafi komið illa við marga. Sjálf sé hún í mínus í byrjun hvers mánaðar. „Ímyndaðu þér að vera einn með fjögur börn og þurfa að greiða reikninga og eiga pening fyrir mat. Ef þú gætir ekki fætt börnin þín - hvernig myndi þér líða ef þú treystir á þessar greiðslur og missir þær án fyrirvara?" segir Linda að lokum. Tengdar fréttir 1700 manns lentu í frestun atvinnubótagreiðslu Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir allt að sautjánhundruð manns hafa lent í frestun atvinnubótagreiðslu um síðustu mánaðamót. Vinnumálastofnun keyrði saman upplýsingar sínar við staðgreiðsluskrár Ríkisskattstjóra til að koma upp um óútskýrðar tekjur. 15. júlí 2009 13:35 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
„Að stöðva svona greiðslu án neins fyrirvara er náttúrulega fáránlegt. Þú getur ímyndað þér sjokkið sem maður fær," segir Linda Magnúsdóttir, einstæð fjögurra barna móðir sem þiggur atvinnuleysisbætur. Greiðslu bóta til hennar var frestað um síðustu mánaðamót, þar eð Linda hafði aðrar tekjur í marsmánuði samkvæmt samkeyrslu Vinnumálastofnunar við staðgreiðsluskrár Ríkisskattstjóra. Tekjurnar reyndust vera mæðralaun að upphæð 16.300 krónur, sem ekki eru frádráttarbærar. Vinkona Lindu hefur sömu sögu að segja. „Ég var búin að plana að fara með krakkana mína upp í sumarbústað. Þegar maður lendir í svona frestun getur maður ekki greitt neina reikninga eða mat einu sinni. Maður vissi ekkert hvað maður átti að gera," segir Linda. Hún bendir á að bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp séu farin í sumarfrí, svo hún hafi verið farin að örvænta um hvernig hún ætti að fæða börnin sín. Hún segist hafa átt erfitt með að ná sambandi við Vinnumálastofnun til að fá skýringar á greiðslufrestuninni. Hún er afar ósátt og bætir við að hún hafi ekki fengið neina afsökunarbeiðni eða skýringu frá stofnuninni. Loks fékk Linda þó greitt seinnipartinn á föstudag þriðja júlí. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun voru þó hundrað til tvöhundruð manns sem ekki fengu greitt fyrr en sjötta júní, tæpri viku eftir að greiðslurnar áttu að berast. Aðspurð segist Linda telja að það hafi komið illa við marga. Sjálf sé hún í mínus í byrjun hvers mánaðar. „Ímyndaðu þér að vera einn með fjögur börn og þurfa að greiða reikninga og eiga pening fyrir mat. Ef þú gætir ekki fætt börnin þín - hvernig myndi þér líða ef þú treystir á þessar greiðslur og missir þær án fyrirvara?" segir Linda að lokum.
Tengdar fréttir 1700 manns lentu í frestun atvinnubótagreiðslu Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir allt að sautjánhundruð manns hafa lent í frestun atvinnubótagreiðslu um síðustu mánaðamót. Vinnumálastofnun keyrði saman upplýsingar sínar við staðgreiðsluskrár Ríkisskattstjóra til að koma upp um óútskýrðar tekjur. 15. júlí 2009 13:35 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
1700 manns lentu í frestun atvinnubótagreiðslu Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir allt að sautjánhundruð manns hafa lent í frestun atvinnubótagreiðslu um síðustu mánaðamót. Vinnumálastofnun keyrði saman upplýsingar sínar við staðgreiðsluskrár Ríkisskattstjóra til að koma upp um óútskýrðar tekjur. 15. júlí 2009 13:35