Bið eftir ættleiðingu lengist 29. júní 2009 02:00 Ættleiðing tók eitt til tvö ár fyrir nokkrum árum. Nú þurfa tilvonandi foreldrar að bíða í allt að fjögur ár. Líklegra er að biðtíminn lengist en styttist. fréttablaðið/getty Biðtími eftir ættleiðingum frá erlendum ríkjum er nú þrjú til fjögur ár. Fyrir nokkrum árum var biðtíminn mun styttri, eða um eitt til tvö ár. Þetta kemur fram í meistararitgerð í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík eftir Ólöfu Marínu Úlfarsdóttur. Ísland hefur verið aðili að Haag-samningi um samvinnu varðandi ættleiðingar milli landa frá 2000. Helsta markmið samningsins var að stytta bið eftir erlendum börnum til ættleiðingar. Markmiðið hefur ekki náðst, að mati Ólafar. Þróunin sé frekar í hina áttina. „Biðtíminn er svo langur af því miklu meiri eftirspurn er eftir ættleiðingu heldur en framboð af börnum,“ segir hún. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir vandamálið ekki séríslenskt heldur alþjóðlegt og aðallega til komið vegna þess hve langan tíma umsóknirnar taka ytra. Ragna segir það undir ættleiðingarfélögum komið að afla nýrra sambanda við erlend ríki. Stjórnvöld búi aðeins til lagaumgjörðina, en geri það sem þau geta til að styðja við bakið á félögunum. „Með því að afla nýrra sambanda gætu félögin opnað á ættleiðingarleiðir sem ekki eru til staðar í dag,“ segir Ragna. Þannig gæti biðtíminn styst. Karen Rúnarsdóttir, gjaldkeri ættleiðingarfélagsins Alþjóðlegrar ættleiðingar, hefur sjálf verið á biðlista hjá Íslenskri ættleiðingu frá því í október 2005 vegna ættleiðingar frá Kína. Alþjóðleg ættleiðing var stofnuð síðasta haust og hefur það að markmiði að opna á samninga við fleiri lönd en verið hefur á Íslandi. Nýlega var gengið frá samningum við Pólland. Karen veit ekki hvenær kemur að sér. „Kínverjar gefa þá skýringu á biðinni að betra ástand sé í landinu og gefin séu færri börn til ættleiðingar,“ segir Karen. Þá hafi innlendum ættleiðingum þar fjölgað. Hún segir að með þessu áframhaldi geti Íslendingar verið að horfa upp á enn lengri meðaltíma, allt upp í fimm ár. „Það eina sem maður getur gert er að fylgjast með og bíða. Mér sýnist ég vera að horfa upp á eitt og hálft til tvö ár til viðbótar.“- vsp Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Biðtími eftir ættleiðingum frá erlendum ríkjum er nú þrjú til fjögur ár. Fyrir nokkrum árum var biðtíminn mun styttri, eða um eitt til tvö ár. Þetta kemur fram í meistararitgerð í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík eftir Ólöfu Marínu Úlfarsdóttur. Ísland hefur verið aðili að Haag-samningi um samvinnu varðandi ættleiðingar milli landa frá 2000. Helsta markmið samningsins var að stytta bið eftir erlendum börnum til ættleiðingar. Markmiðið hefur ekki náðst, að mati Ólafar. Þróunin sé frekar í hina áttina. „Biðtíminn er svo langur af því miklu meiri eftirspurn er eftir ættleiðingu heldur en framboð af börnum,“ segir hún. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir vandamálið ekki séríslenskt heldur alþjóðlegt og aðallega til komið vegna þess hve langan tíma umsóknirnar taka ytra. Ragna segir það undir ættleiðingarfélögum komið að afla nýrra sambanda við erlend ríki. Stjórnvöld búi aðeins til lagaumgjörðina, en geri það sem þau geta til að styðja við bakið á félögunum. „Með því að afla nýrra sambanda gætu félögin opnað á ættleiðingarleiðir sem ekki eru til staðar í dag,“ segir Ragna. Þannig gæti biðtíminn styst. Karen Rúnarsdóttir, gjaldkeri ættleiðingarfélagsins Alþjóðlegrar ættleiðingar, hefur sjálf verið á biðlista hjá Íslenskri ættleiðingu frá því í október 2005 vegna ættleiðingar frá Kína. Alþjóðleg ættleiðing var stofnuð síðasta haust og hefur það að markmiði að opna á samninga við fleiri lönd en verið hefur á Íslandi. Nýlega var gengið frá samningum við Pólland. Karen veit ekki hvenær kemur að sér. „Kínverjar gefa þá skýringu á biðinni að betra ástand sé í landinu og gefin séu færri börn til ættleiðingar,“ segir Karen. Þá hafi innlendum ættleiðingum þar fjölgað. Hún segir að með þessu áframhaldi geti Íslendingar verið að horfa upp á enn lengri meðaltíma, allt upp í fimm ár. „Það eina sem maður getur gert er að fylgjast með og bíða. Mér sýnist ég vera að horfa upp á eitt og hálft til tvö ár til viðbótar.“- vsp
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira