Innlent

Undirbúningur Gerplu tók lengri tíma en gert var ráð fyrir

MYND/Af heimasíðu Þjóðleikhússins.

Þjóðleikhúsið hefur ákveðið að víxla frumsýningardögum á leikritinu Gerplu og söngleiknum Oliver!. Til stóð að Gerpla yrði jólasýning leikhússins en eins og Vísir greindi frá fyrr í dag var það slegið af. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að ástæðan sé sú að undirbúningur Gerplu hafi tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir og þess vegna óskaði leikstjórinn Baltasar Kormákur eftir lengri undirbúningstíma.

Þess í stað verður einn vinsælasti söngleikur allra tíma, Oliver! í leikstjórn Selmu Björnsdóttur jólasýning Þjóðleikhússins og Gerpla fer síðan á fjalirnar um miðjan febrúar.

„Oliver! er fjölskyldusýning í sérflokki og því vel við hæfi að frumsýna hana á annan í jólum," segir í tilkynningunni. „Undirbúningur er langt kominn og stefnir allt í glæsilega en um leið hjartnæma sýningu. Þessa dagana eru Selma Björnsdóttir og Jóhann G Jóhannsson, tónlistarstjóri að velja liðlega 30 drengi til að fara með hlutverk Ólivers, Hrapps og liðlega 25 annarra drengja."

Oliver! er Söngleikurinn Oliver! er byggður á sígildri skáldsögu Charles Dickens um munaðarlausa drenginn Óliver Twist og við sögu koma margar litríkar persónur, götustrákar, smáþjófar og stórþjófar, fátæklingar og ríkisbubbar, götudrósir, harðsvíruð illmenni og hjartahlý góðmenni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×