Lífið

Pamela til varnar flækingshundum

Baywatch stjarnan Pamela Anderson berst nú fyrir lífi flækingshunda í Mumbai á Indlandi. Í bréfi sem hún sendi borgaryfirvöldum segir hún að gera ætti hundana ófrjóa í stað þess að drepa þá.

„Hundar geta ekki notað smokka... en það má með sársaukalausum hætti taka þá úr sambandi," skrifaði stjarnan. Hún tók upp málstað hundanna eftir að yfirréttur í Mumbai komst að þeirri niðurstöðu að það ætti að lóga þeim þar sem þeir væru almenningi til mikils ama.

Fjöldi flækingshunda lifir á götum Mumbai. Dýraverndarsinnar segja að allt að sjötíu þúsund hundum í Mumbai og fjölda annarra í nágrenninu gæti verið fargað ef farið er að tillögu réttarins.

Pamela vitnaði í bréfi sínu til rannsókna Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, sem benda til þess að það að gera hundana ófrjóa í stórum stíl sé vænlegasta leiðin til árangurs, auk þess að vera mannúðlegust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.