Íslenski boltinn

Þorvaldur áfram hjá Stjörnunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þorvaldur Árnason í leik með Stjörnunni.
Þorvaldur Árnason í leik með Stjörnunni. Mynd/Anton

Þorvaldur Árnason hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna og mun leika með liðinu næstu tvö árin.

Þetta staðfesti Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið.

Hann sagði að það væru einnig góðar líkur á því að gengið yrði frá samningum við þá Hafstein Rúnar Helgason, Magnús Björgvinsson og Tryggva Bjarnason en samningar þeirra renna allir út nú í haust eða um áramótin næstu.

Þá mun Halldór Orri Björnsson halda til Þýskalands á sunnudaginn þar sem hann mun spila og æfa með þýska neðrideildarliðinu Pfullendorf. Helgi Kolviðsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, er aðstoðarþjálfari liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×