Erlent

Rukkað inn í grasagarð í Edinborg vegna Kaupthings

Gestir The Royal Botanic Garden í Edinborg gætu þurft að greiða 4 punda aðgöngugjald í garðinn vegna falls íslensku bankanna. Garðurinn á í fjárhagslegum erfiðleikum en hann átti 1,09 milljón pund í Kaupthing Singer & Friedlander sem fór í greiðslustöðvun í október síðast liðnum. Þetta kemur fram í skoskum fjölmiðlum í dag.

Í skýrslu til skrifstofu skosku ríkisstjórnarinnar sem sér um fjármuni garðsins, er lagt til að rukkað verði inn í fyrsta skipti í sögu garðsins til þess að vinna upp á móti tapinu.

Líklegt er að þessi ákvörðun verði ekki vinsæl hjá þeim fjölmörgu sem vanalega nóta sólríkra sunnudaga í garðinum.

Í fréttinni segir að skiptastjóri bankans hafi tilkynnti að að bankinn muni greiða 20p fyrir hvert pund og telja menn að garðurinn muni fá um helming peninga sinna endurgreiddan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×