Innlent

Arnbjörg slapp með skrekkinn í bílslysi

Arnbjörg Sveinsdóttir.
Arnbjörg Sveinsdóttir.
Þingflokksformaður sjálfstæðisflokksins slapp með skrekkinn þegar hún lenti í bílslysi á brúnni yfir Jökulsá á fjöllum í gær. Mikil hálka var á brúnni og lenti bíll hennar á öðrum sem kom úr gagnstæðri átt. Báðir bílarnir eru ónýtir en farþegarnir sluppu ómeiddir að mestu. Slæmar aðstæður voru til ferðalaga um land allt og voru björgunarsveitir kallaðar í fjölmörg verkefni.

Arnbjörg Sveinsdóttir lenti í bílslysi nánar tiltekið á brúnni yfir Jöksulsá á Fjöllum. Arnbjörg var á leiðinni frá Akureyri þar sem hún var á fundi vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og heim til sín á Seyðisfjörð. Betur fór en á horfðist og þótt að báðir bílarnir séu ónýtir sluppu farþegarnir við alvarleg meiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×