Innlent

Frábært skíðaveður í dag

Frá Bláfjöllum
Frá Bláfjöllum
Það er logn og heiðskírt á Siglufirði í dag og fínasta skíðafæri. Skíðasvæðið verður opið frá klukkan 10:00 til 16:00 til fjögur. Í dag er einnig opið í Bláfjöllum og Skálafelli frá klukkan 10:00 til 17:00. Á báðum stöðum er einstaklega gott veður, sól og hiti. Í tilkynningu frá skíðasvæðunum segir að þetta sé flottasti dagurinn af páskahelginni og um að gera að skella sér í fjöllin, þó ekki væri nema bara til að njóta útiverunnar.

Þá verður skíðasvæðið í Tindastóli opið til klukkan 17:00 í dag en þar er mikill og góður snjór NV 0,9 m/sek og -5,0°c .„Það er farið að sjást til sólar hérna í heiðinni þannig að við vonum að sú gula láti sjá sig á eftir, við vonum að allir geti skemmt sér vel hérna hjá okkur og fari með góðar mynningar úr Skagafirði. Göngubrautin er troðin og er frábært rennsli í henni," segir í tilkynningu frá Tindastóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×