Enski boltinn

Tottenham hjálpaði grönnunum úr Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjórarnir Martin O'Neill hjá Villa og Harry Rednapp hjá Tottenham.
Stjórarnir Martin O'Neill hjá Villa og Harry Rednapp hjá Tottenham. Mynd/AFP

Tottenham sá til þess, að nágrannarnir og erkifjendurnir úr Arsenal halda fjórða sætinu í ensku úrvalsdeildinni, þegar liðið vann 2-1 sigur á Aston Villa á útivelli.

Það voru þeir Jermaine Jenas og Darren Bent sem komu Tottenham í 2-0 áður en Norðmaðurinn John Carew minnkaði muninn í lokin. Aston Villa

Aston Villa mistókst þar með að endurheimta fjórða og síðasta sætið inn í Meistaradeildina en Arsenal komst upp fyrir Villa á markatölu með 4-0 sigri á Blackburn í gær.

Tottenham komst upp í 11. sætið með þessum sigri en liðið er með jafnmörg stig og Manchester City en með lakari markatölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×