Innlent

Umdeild eftirlaunalög afnumin á Alþingi

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Þrjátíu og fjórir þingmenn samþykktu afnám laga um eftirlaun forseta, þingmanna, hæstaréttardómara og ráðherra á Alþingi í dag. Engin greiddi atkvæði gegn frumvarpinu en tuttugu og sex þingmenn voru fjarverandi.

Eftirlaunalögin umdeildu sem sett voru árið 2003 hafa því verið afnumin en það var Steingrímur J. Sigfússon sem lagði frumvarpið fram.

Þingmenn úr öllum flokkum greiddu frumvarpinu atkvæði sitt en í umræðum á Alþingi var talað um hversu góð samstaða hefði náðst um að afnema þessi umdeildu lög.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×