Íslenski boltinn

KR lánar Guðmund Pétursson í Breiðablik

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Daníel
Mynd/Daníel

KR hefur ákveðið að lána sóknarmanninn Guðmund Pétursson í Breiðablik en hann mun leika með Kópavogsliðinu út tímabilið. Guðmundur kom til KR frá ÍR sumarið 2006 en hefur að mestu verið notaður sem varamaður.

Guðmundur er 23 ára gamall og hefur skorað eitt mark í sumar en það kom í bikarleik gegn Víði Garði á dögunum.

Víkingur Reykjavík og Þróttur höfðu bæði áhuga á að fá Guðmund í sínar raðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×