Íslenski boltinn

Þróttur fær breskan sóknarmann frá Færeyjum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sam Malsom.
Sam Malsom. Mynd/Heimasíða B36

Þróttur hefur samið við breskan sóknarmann, Sam Malsom, en hann hefur undanfarin tvö ár verið meðal bestu leikmanna B36 í Færeyjum. Malsom er 21. árs og tekur þátt í sinni fyrstu æfingu hjá Þrótti í kvöld.

„Við erum búnir að gera samning við þennan leikmann út tímabilið," segir Finnbogi Hilmarsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar.

Þróttarar eru í botnsæti Pepsi-deildarinnar og hyggjast styrkja sig enn frekar í félagaskiptaglugganum. Liðið vill fá Guðmund Pétursson, sóknarmann KR, en þær viðræður standa enn yfir og ekkert frágengið í þeim málum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×