Erlent

Brown segir atvinnulausa ekki yfirgefna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Gordon Brown.
Gordon Brown.

Tala atvinnulausra í Bretlandi nálgast nú tvær milljónir og hefur verið tilkynnt um yfir 2.000 uppsagnir á allra síðustu dögum. Gordon Brown forsætisráðherra lýsti því yfir í gær að fólk sem misst hefði vinnuna yrði ekki yfirgefið af stjórnvöldum.

Brown kynnti ýmsar leiðir sem ríkisstjórnin hygðist fara í þeim efnum, meðal annars 2.500 punda eingreiðslu til fyrirtækja sem réðu fólk til starfa sem verið hefði án atvinnu í meira en hálft ár, aukið framboð launaðs náms á borð við iðnnám og sérstaka styrki til handa þeim verst settu.

Sumir telja þó um skammgóðan vermi að ræða þar sem búist er við að allt að 600.000 Bretar til viðbótar missi vinnuna á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×