Fordæma ákvörðun Einars um hvalveiðar 29. janúar 2009 12:52 Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Samtök ferðaþjónustunnar fordæma ákvörðun Einars K. Guðfinssonar, starfandi sjávarútvegsráðherra, að heimila hvalveiðar og telja með ólíkindum að slík ákvörðun skuli tekin af ráðherra sem er að hætta störfum. „Ljóst er að ekki hefur verið haft samráð við þá stjórn sem nú situr og enn síður við þá sem eru að mynda nýja stjórn en þar er mikil andstaða við hvalveiðar. Varla getur leikið vafi á því að næsta ríkisstjórn afturkalli leyfið," segir í tilkynningu samtakanna. Umfjöllun um Ísland erlendis hefur verið mjög neikvæð allt frá því er bankarnir hrundu og hafa ýktar lýsingar á óeirðum hér á landi nýlega bæst við í heimspressunni án þess að Íslendingar fái rönd við reist, segir í tilkynningu. „Það verður mikil vinna að endurreisa ímynd Íslands. Stórfelldar hvalveiðar munu bæta í vandann." „Hvalveiðar, ekki síst stórhvalaveiði, skapa mikla gagnrýni í okkar helstu viðskiptalöndum og á undanförnum árum hafa ítrekað komið fram dæmi um að neytendur sniðgangi íslenskar vörur og þjónustu vegna þeirra hvalveiða sem stundaðar hafa verið á undanförnum árum." Samtökin segja að hrefnuveiði undanfarinna ára hafi nú þegar skaðað hvalaskoðunina mikið og sífellt færri hrefnur sjáist á þeim svæðum sem hvalaskoðunarbátar nýta. „Hvalaskoðun hefur verið sú grein innan ferðaþjónustunnar sem hefur vaxið hvað hraðast á undanförnum árum með tilheyrandi fjölda starfa og virðisauka fyrir íslenska þjóðarbú, það er því alveg ljóst að með þessari ákvörðun er verið að skaða þessa uppbyggingu og kasta frá sér meiri hagsmunum fyrir minni." Samtök ferðaþjónustunnar hvetja næstu ríkisstjórn til þess að afturkalla þessa heimild. Tengdar fréttir Talaði ekki við ferðamálaráðherrann um hvalveiðar Þeir Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson gagnrýna báðir ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra að leyfa veiðar á Langreyðum næstu fimm árin sem tekin var í gær. Steingrímur segir að um sé að ræða ákaflega sérkennilega stjórnsýslu hjá ráðherra sem sitji í starfsstjórn. „Þetta er ekki stórmannlegt,“ sagði Steingrímur. 28. janúar 2009 12:51 Jón Ásgeir: Hvalveiðar skaða eignir erlendis Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs og Iceland-verslunarkeðjunnar, hefur áhyggjur af því að leyfi Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra á hvalveiðum til 2013 muni koma til með að skaða eignir Íslendinga erlendis. 28. janúar 2009 20:27 Norrænir stjórnmálamenn gagnrýna áformaðar hvalveiðar harðlega Ákvörðun Íslendinga um að auka hvalveiðikvótann var gagnrýnd harðlega á fundi Norðurlandaráðs sem haldin er á Íslandi þessa dagana. Meðal annars er það tímasetning ákvörðunar um aukinn kvóta sem vekur athygli, ekki síst vegna fjármálakreppunnar. Þá er það gagnrýnt að ríkisstjórnin hafi 28. janúar 2009 15:16 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar fordæma ákvörðun Einars K. Guðfinssonar, starfandi sjávarútvegsráðherra, að heimila hvalveiðar og telja með ólíkindum að slík ákvörðun skuli tekin af ráðherra sem er að hætta störfum. „Ljóst er að ekki hefur verið haft samráð við þá stjórn sem nú situr og enn síður við þá sem eru að mynda nýja stjórn en þar er mikil andstaða við hvalveiðar. Varla getur leikið vafi á því að næsta ríkisstjórn afturkalli leyfið," segir í tilkynningu samtakanna. Umfjöllun um Ísland erlendis hefur verið mjög neikvæð allt frá því er bankarnir hrundu og hafa ýktar lýsingar á óeirðum hér á landi nýlega bæst við í heimspressunni án þess að Íslendingar fái rönd við reist, segir í tilkynningu. „Það verður mikil vinna að endurreisa ímynd Íslands. Stórfelldar hvalveiðar munu bæta í vandann." „Hvalveiðar, ekki síst stórhvalaveiði, skapa mikla gagnrýni í okkar helstu viðskiptalöndum og á undanförnum árum hafa ítrekað komið fram dæmi um að neytendur sniðgangi íslenskar vörur og þjónustu vegna þeirra hvalveiða sem stundaðar hafa verið á undanförnum árum." Samtökin segja að hrefnuveiði undanfarinna ára hafi nú þegar skaðað hvalaskoðunina mikið og sífellt færri hrefnur sjáist á þeim svæðum sem hvalaskoðunarbátar nýta. „Hvalaskoðun hefur verið sú grein innan ferðaþjónustunnar sem hefur vaxið hvað hraðast á undanförnum árum með tilheyrandi fjölda starfa og virðisauka fyrir íslenska þjóðarbú, það er því alveg ljóst að með þessari ákvörðun er verið að skaða þessa uppbyggingu og kasta frá sér meiri hagsmunum fyrir minni." Samtök ferðaþjónustunnar hvetja næstu ríkisstjórn til þess að afturkalla þessa heimild.
Tengdar fréttir Talaði ekki við ferðamálaráðherrann um hvalveiðar Þeir Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson gagnrýna báðir ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra að leyfa veiðar á Langreyðum næstu fimm árin sem tekin var í gær. Steingrímur segir að um sé að ræða ákaflega sérkennilega stjórnsýslu hjá ráðherra sem sitji í starfsstjórn. „Þetta er ekki stórmannlegt,“ sagði Steingrímur. 28. janúar 2009 12:51 Jón Ásgeir: Hvalveiðar skaða eignir erlendis Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs og Iceland-verslunarkeðjunnar, hefur áhyggjur af því að leyfi Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra á hvalveiðum til 2013 muni koma til með að skaða eignir Íslendinga erlendis. 28. janúar 2009 20:27 Norrænir stjórnmálamenn gagnrýna áformaðar hvalveiðar harðlega Ákvörðun Íslendinga um að auka hvalveiðikvótann var gagnrýnd harðlega á fundi Norðurlandaráðs sem haldin er á Íslandi þessa dagana. Meðal annars er það tímasetning ákvörðunar um aukinn kvóta sem vekur athygli, ekki síst vegna fjármálakreppunnar. Þá er það gagnrýnt að ríkisstjórnin hafi 28. janúar 2009 15:16 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Talaði ekki við ferðamálaráðherrann um hvalveiðar Þeir Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson gagnrýna báðir ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra að leyfa veiðar á Langreyðum næstu fimm árin sem tekin var í gær. Steingrímur segir að um sé að ræða ákaflega sérkennilega stjórnsýslu hjá ráðherra sem sitji í starfsstjórn. „Þetta er ekki stórmannlegt,“ sagði Steingrímur. 28. janúar 2009 12:51
Jón Ásgeir: Hvalveiðar skaða eignir erlendis Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs og Iceland-verslunarkeðjunnar, hefur áhyggjur af því að leyfi Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra á hvalveiðum til 2013 muni koma til með að skaða eignir Íslendinga erlendis. 28. janúar 2009 20:27
Norrænir stjórnmálamenn gagnrýna áformaðar hvalveiðar harðlega Ákvörðun Íslendinga um að auka hvalveiðikvótann var gagnrýnd harðlega á fundi Norðurlandaráðs sem haldin er á Íslandi þessa dagana. Meðal annars er það tímasetning ákvörðunar um aukinn kvóta sem vekur athygli, ekki síst vegna fjármálakreppunnar. Þá er það gagnrýnt að ríkisstjórnin hafi 28. janúar 2009 15:16