Íslenski boltinn

Marko frá í sex til átta vikur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Marko hér í baráttu við Marel Baldvinsson.
Marko hér í baráttu við Marel Baldvinsson.

Grindvíkingurinn Marko Valdimar Stefánsson lenti í hræðilegu vinnuslysi í morgun. Þar fór þó betur en á horfðist í upphafi.

Marko var að slá í brekku er hann rann og missti fótinn undir vélina. Hann slasaðist nokkuð en missti engar tær þó svo tvær hafi brotnað.

„Ég verð orðinn góður eftir sex til átta vikur," sagði Marko við Vísi en hann yfirgaf Landsspítalann í Fossvogi seinni partinn.

„Þetta var mikið sjokk en ég var heppinn að þetta fór ekki verr. Allar tærnar eru á sínum stað en þær hefðu alveg getað fokið af," sagði Marko.

Nánar er rætt við Marko í Fréttablaðinu á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×