Innlent

Sjálfstæðismenn ganga að ströngum skilyrðum Framsóknar

Ómar Stefánsson ásamt Gunnari Birgissyni á góðri stundu,
Ómar Stefánsson ásamt Gunnari Birgissyni á góðri stundu,

Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks innsigluðu áframhaldandi samstarf flokkanna í bæjarstjórn Kópavogs fyrir stundu. Samstarfið hékk á bláþræði eftir að tvö hneyksli skóku bæjarbúa.

Annarsvegar var um að ræða skýrslu Deloitte varðandi viðskipti Kópavogsbæjar við Frjálsa Miðlun, sem er í eigu dóttur Gunnars Birgissonar, fráfarandi bæjarstjóra og eiginmanns hennar.

Þá tók steininn úr þegar stjórn lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar var vikið frá tímabundið og málefni sjóðnum tengdum kært til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra.

Í kjölfarið samþykktu Framsóknarmenn á hitafundi á mánudaginn að halda áfram samstarfi við Sjálfstæðismenn en með ströngum skilyrðum þó.

Tillagan var samþykkt naumlega á fundi Framsóknarmanna.

Meðal skilyrða tillögunnar er að endursamið verði um samstarfið ákveði Gunnar Birgisson að snúa aftur úr leyfi sem hann fór í eftir að málefni lífeyrissjóðs var vísað til ríkislögreglustjóra.

Skilyrðið þykir frakkt samkvæmt heimildum Vísis en í viðtali við Gunnar á Vísi í gær vildi hann ekkert tjá sig um þau. Hann býst þó frekar við því að snúa aftur heldur en ekki.

Ómar Stefánsson sagðist sáttur við niðurstöðuna í viðtali við Vísi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×