Hafnar fullyrðingum Óskars Bergssonar 15. september 2009 19:45 Steingrímur J. Sigfússon Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafnar þeim fullyrðingum sem fram komu í máli Óskars Bergssonar, oddvita framsóknarmanna í Reykjavík, í fréttum í dag að samningur ríkisins við skilanefnd Glitnis opni fyrir erlent eignarhald á orkufyrirtækjum. Íslandsbanki sé aðeins að hluta tengdur HS orku og því ólíklegt að samningurinn við kröfuhafa verði til þess að fyrirtækið komist í eigu erlendra aðila. Samningur ríkisins við kröfuhafa sem undirritaður var á sunnudag gerir kröfuhöfum kleift að eignast 95 prósent í bankanum. Að mati Óskars opnar þetta á erlenda eignaraðild á orkufyrirtækjum þar sem Íslandsbanki einn af stærstu lánadrottnum Atorku, sem er í greiðslustöðvun, en félagið á hlut í HS orku í gegnum Geysir Green Energy. Steingrímur bendir á að 56% hluta í HS Orku sé nú í eigu Geysis Green Energy sem sé sjálfstætt starfandi fyrirtæki. Viðræðuhópur á vegum ríkisins, lífeyrissjóða og Grindavíkurbæjar sé að hefja viðræður um kaup á þessum hlut í þeim tilgangi að tryggja opinbera og innlenda eigu á meirihlutanum í HS Orku. Atorka á 41% hlut í Geysir Green Energy, en fyrirtækið er nú í greiðslustöðvun og því var það stærsti kröfuhafi þess, Nýji Landsbankinn, sem skipaði tvo fullrúa Atorku í stjórn Geysis Green á aðalfundi sem fram fór fyrir skömmu. Sjóður í eigu Íslandsbanka, þrotabús Stoða og lífeyrissjóðanna á síðan 40% hlut í Geysir Green. Íslandsbanki og lífeyrissjóðirnir skipuðu hvor sinn fulltrúa í stjórnina. Fimmta stjórnarmanninn á síða verkfræðisstofan Mannvit sem á 7% í fyrirtækinu. Nýji Landsbankinn mun verða að fullu í eigu ríkisins en kröfuhafar Glitnis eiga þess kost til mánaðarmóta að eignast 95% hluta í Íslandsbanka. Tengdar fréttir Óskar: Steingrímur hefur sjálfur opnað fyrir erlent eignarhald Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur sjálfur opnað fyrir erlent eignarhald á íslenskum orkufyrirtækjum með því að skrifa undir samkomulag við erlenda kröfuhafa Íslandsbanka. Þetta er mat borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Bankinn á stóran hlut í HS Orku í gegnum Geysir Green Energy. 15. september 2009 12:07 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafnar þeim fullyrðingum sem fram komu í máli Óskars Bergssonar, oddvita framsóknarmanna í Reykjavík, í fréttum í dag að samningur ríkisins við skilanefnd Glitnis opni fyrir erlent eignarhald á orkufyrirtækjum. Íslandsbanki sé aðeins að hluta tengdur HS orku og því ólíklegt að samningurinn við kröfuhafa verði til þess að fyrirtækið komist í eigu erlendra aðila. Samningur ríkisins við kröfuhafa sem undirritaður var á sunnudag gerir kröfuhöfum kleift að eignast 95 prósent í bankanum. Að mati Óskars opnar þetta á erlenda eignaraðild á orkufyrirtækjum þar sem Íslandsbanki einn af stærstu lánadrottnum Atorku, sem er í greiðslustöðvun, en félagið á hlut í HS orku í gegnum Geysir Green Energy. Steingrímur bendir á að 56% hluta í HS Orku sé nú í eigu Geysis Green Energy sem sé sjálfstætt starfandi fyrirtæki. Viðræðuhópur á vegum ríkisins, lífeyrissjóða og Grindavíkurbæjar sé að hefja viðræður um kaup á þessum hlut í þeim tilgangi að tryggja opinbera og innlenda eigu á meirihlutanum í HS Orku. Atorka á 41% hlut í Geysir Green Energy, en fyrirtækið er nú í greiðslustöðvun og því var það stærsti kröfuhafi þess, Nýji Landsbankinn, sem skipaði tvo fullrúa Atorku í stjórn Geysis Green á aðalfundi sem fram fór fyrir skömmu. Sjóður í eigu Íslandsbanka, þrotabús Stoða og lífeyrissjóðanna á síðan 40% hlut í Geysir Green. Íslandsbanki og lífeyrissjóðirnir skipuðu hvor sinn fulltrúa í stjórnina. Fimmta stjórnarmanninn á síða verkfræðisstofan Mannvit sem á 7% í fyrirtækinu. Nýji Landsbankinn mun verða að fullu í eigu ríkisins en kröfuhafar Glitnis eiga þess kost til mánaðarmóta að eignast 95% hluta í Íslandsbanka.
Tengdar fréttir Óskar: Steingrímur hefur sjálfur opnað fyrir erlent eignarhald Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur sjálfur opnað fyrir erlent eignarhald á íslenskum orkufyrirtækjum með því að skrifa undir samkomulag við erlenda kröfuhafa Íslandsbanka. Þetta er mat borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Bankinn á stóran hlut í HS Orku í gegnum Geysir Green Energy. 15. september 2009 12:07 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Óskar: Steingrímur hefur sjálfur opnað fyrir erlent eignarhald Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur sjálfur opnað fyrir erlent eignarhald á íslenskum orkufyrirtækjum með því að skrifa undir samkomulag við erlenda kröfuhafa Íslandsbanka. Þetta er mat borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Bankinn á stóran hlut í HS Orku í gegnum Geysir Green Energy. 15. september 2009 12:07