Erlent

Franskur kynlífsiðnaður lepur dauðann úr skel

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Frakkar reyna nú allt hvað þeir geta til að bjarga kynlífshjálpartækjaiðnaði sínum frá gjaldþroti. Franskur kynlífsiðnaður er á hraðri niðurleið og þeir sem standa á bak við hann rembast nú eins og rjúpan við staurinn við að bjarga málunum á þessum síðustu og verstu því ekkert virðist ganga eins og staðan er núna.

Talsmaður iðnaðarins segir í viðtali við Reuters að samdrátturinn nemi 30 prósentum en líklegast verði hann miklu meiri á næsta ári. Frakkar reyna því að freista neytenda með öllum þeim gylliboðum sem þeim eru tæk og bjóða afslætti sem aldrei fyrr, oft var þörf en nú nauðsyn. Ofan á þetta allt saman bætist svo atvinnuleysi og almennur kreppuvandræðagangur svo Frökkum líst orðið hreinlega ekkert á blikuna. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst svo hver veit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×