Erlent

43 ára gömul gjá brúuð

Breytt stefna Sarkozy forseti ásamt eiginkonu sinni Cörlu Bruni. fréttablaðið/AP
Breytt stefna Sarkozy forseti ásamt eiginkonu sinni Cörlu Bruni. fréttablaðið/AP

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti segir að tími sé kominn til að Frakkar gangi aftur til liðs við herstjórnarkerfi Atlantshafsbandalagsins eftir að hafa staðið utan við það í 43 ár.

Sarkozy sagðist fyrir helgi myndu skrifa ríkisstjórnum hinna NATO-landanna til að tilkynna þessa ákvörðun formlega. Allmargir franskir þingmenn eru á móti því að Frakkar stígi þetta skref á þeirri forsendu að þar með framselji þeir of mikið vald til bandalagsins. Það var í forsetatíð Charles de Gaulle á sjöunda áratugnum sem Frakkar yfirgáfu herstjórnarkerfi NATO. - aa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×