Innlent

Trúfélag móður ekki ráðandi

Árni Þór Sigurðsson vill að sjálfkrafa skráning nýfædds barns í trúfélag móður verði afnumin. 
fréttablaðið/gva
Árni Þór Sigurðsson vill að sjálfkrafa skráning nýfædds barns í trúfélag móður verði afnumin. fréttablaðið/gva

Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, mun taka ákvæðið um að barn fylgi trúfélagi móður til endurskoðunar. Þetta er gert í kjölfar álits Jafnréttisstofu um að ákvæðið stangist á við jafnréttislög.

Þetta kom fram á Alþingi í gær í kjölfar fyrirspurnar Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vinstri grænna, til dómsmálaráðherra. Í áliti Jafnréttisstofu kemur fram að ekki sé að sjá neina sérstaka hagsmuni fyrir nýfædd börn að þau séu skráð í trúfélag móður. Dómsmálaráðherra sagðist myndu skoða málið með hagsmuni barnanna í huga.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×