Lloyd Webber veðjar á íslenska lagið 9. maí 2009 08:45 Fagnaðarfundir Þau Chris Neil, Óskar Páll og Tinatin Japaridze voru glöð þegar þau hittust eftir fimm ára fjarveru. Öll eru þau sameinuð í þeirri trú að Jóhanna Guðrún eigi eftir að slá í gegn á stóra sviðinu í Moskvu á þriðjudagskvöldinu.fréttablaðið/Alma Höfundar íslenska Eurovision-lagsins hafa ekki hist síðan þeir sömdu Is it true? í London 2004. Nú, fimm árum seinna, eru þeir sameinaðir í þeirri trú að lagið eigi eftir að vinna hug og hjörtu Evrópubúa. „Við ræddum þetta akkúrat í gær, hvað þetta væri í raun fáránlegt. Að fimm árum eftir að við sömdum lagið og þau gengu út úr upptökuverinu mínu í London værum við saman komin á Eurovision í Moskvu,“ segir Óskar Páll Sveinsson. Lagahöfundarnir þrír, Óskar, Chris Neil og Tinatin Japaridze, hittust í fyrsta skipti í gær síðan Is it true? varð til. Tinatin var þá ung og efnileg söngkona og þeir Chris Neil og Óskar Páll voru að taka upp plötu með henni. Óskar segir þetta hafa verið mikla fagnaðarfundi enda hafi Chris verið feikilega ánægður með nýju útsetninguna. „Hann var ákaflega hrifinn, fannst Jóhanna alveg frábær og hafði meira að segja á orði hvað bakraddirnar voru góðar og þéttar.“ Að sögn Óskars eru þau bæði ákaflega spennt fyrir útkomunni en óhætt er að fullyrða að Jóhanna Guðrún sé að gera góða hluti í Rússlandi. „Á æfingunni á miðvikudagskvöldið var salurinn hljóður eftir hvert og eitt lag en svo kom Jóhanna Guðrún og þá stóð salurinn upp og klappaði henni lof í lófa,“ segir Óskar stoltur og bætir því við að blaðamaður einnar stærstu Eurovision-vefsíðunnar, esctoday.com, hafi hnippt í hann og lýst því yfir, svona þeirra á milli, að flutningur íslensku söngkonunnar hafi verið stórkostlegur. Blaðamaðurinn er ekki sá eini sem hefur hrifist af lagi og söng Jóhönnu. Því einn besti vinur Chris Neil er Sir Andrew Lloyd Webber, söngleikjakóngur með meiru. „Hann er víst mjög fúll út í Chris um þessar mundir, er ekki sáttur við að þurfa keppa við svona gott lag, honum finnst íslenska lagið vera aðalkeppinauturinn sinn,“ segir Óskar, ekki amalegt hrós frá manni sem verður að teljast ein stærsta stjarna keppninnar í ár. Ekki er útilokað að íslenski hópurinn fái að hitta Andrew Lloyd því hann langar mikið að snæða kvöldverð með Íslendingunum í næstu viku. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
Höfundar íslenska Eurovision-lagsins hafa ekki hist síðan þeir sömdu Is it true? í London 2004. Nú, fimm árum seinna, eru þeir sameinaðir í þeirri trú að lagið eigi eftir að vinna hug og hjörtu Evrópubúa. „Við ræddum þetta akkúrat í gær, hvað þetta væri í raun fáránlegt. Að fimm árum eftir að við sömdum lagið og þau gengu út úr upptökuverinu mínu í London værum við saman komin á Eurovision í Moskvu,“ segir Óskar Páll Sveinsson. Lagahöfundarnir þrír, Óskar, Chris Neil og Tinatin Japaridze, hittust í fyrsta skipti í gær síðan Is it true? varð til. Tinatin var þá ung og efnileg söngkona og þeir Chris Neil og Óskar Páll voru að taka upp plötu með henni. Óskar segir þetta hafa verið mikla fagnaðarfundi enda hafi Chris verið feikilega ánægður með nýju útsetninguna. „Hann var ákaflega hrifinn, fannst Jóhanna alveg frábær og hafði meira að segja á orði hvað bakraddirnar voru góðar og þéttar.“ Að sögn Óskars eru þau bæði ákaflega spennt fyrir útkomunni en óhætt er að fullyrða að Jóhanna Guðrún sé að gera góða hluti í Rússlandi. „Á æfingunni á miðvikudagskvöldið var salurinn hljóður eftir hvert og eitt lag en svo kom Jóhanna Guðrún og þá stóð salurinn upp og klappaði henni lof í lófa,“ segir Óskar stoltur og bætir því við að blaðamaður einnar stærstu Eurovision-vefsíðunnar, esctoday.com, hafi hnippt í hann og lýst því yfir, svona þeirra á milli, að flutningur íslensku söngkonunnar hafi verið stórkostlegur. Blaðamaðurinn er ekki sá eini sem hefur hrifist af lagi og söng Jóhönnu. Því einn besti vinur Chris Neil er Sir Andrew Lloyd Webber, söngleikjakóngur með meiru. „Hann er víst mjög fúll út í Chris um þessar mundir, er ekki sáttur við að þurfa keppa við svona gott lag, honum finnst íslenska lagið vera aðalkeppinauturinn sinn,“ segir Óskar, ekki amalegt hrós frá manni sem verður að teljast ein stærsta stjarna keppninnar í ár. Ekki er útilokað að íslenski hópurinn fái að hitta Andrew Lloyd því hann langar mikið að snæða kvöldverð með Íslendingunum í næstu viku. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira