Íslenski boltinn

Tveir leikir í Pepsi-deildinni í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Spútniklið Stjörnunnar mætir í Kópavoginn í kvöld.
Spútniklið Stjörnunnar mætir í Kópavoginn í kvöld. Mynd/Valli

Áttunda umferð Pepsi-deildar karla klárast í kvöld. Þá tekur Valur á móti ÍBV en spútniklið Stjörnunnar heimsækir Blika í Kópavoginn.

Leikur Vals og ÍBV hefst klukkan 19.15 en leikur Blika og Stjörnumanna klukkan 20.00.

Stjörnumenn geta saxað forskot FH á toppnum niður í tvö stig með sigri. Blikar geta aftur á móti hækkað sig upp í sjöunda sæti með sigri.

Valsmenn hafa verið að læðast upp töfluna í síðustu umferðum og Valur getur skotist upp í þriðja sæti deildarinnar leggi liðið ÍBV á Vodafonevellinum í kvöld.

Báðum leikjum verður að sjálfsögðu lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.

Svo minnum við á að skömmu eftir leikina verður ítarleg umfjöllun um báða leiki með tölfræði og einkunnum. Einnig verða birt viðtöl við þjálfara og leikmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×