Innlent

Öryggi starfsmanna Kaupþings ógnað vegna Björgólfsmála

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Berghildur Erla Bernharðsdóttir segir að öryggi starfsfólks hafi verið ógnað. Mynd/ Anton Brink.
Berghildur Erla Bernharðsdóttir segir að öryggi starfsfólks hafi verið ógnað. Mynd/ Anton Brink.
Öryggi starfsmanna Kaupþings hefur verið ógnað eftir að fréttir bárust af því í gær að feðgarnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson hefðu gert Nýja Kaupþingi tilboð um að afskrifa þrjá milljarða af um sex milljarða króna skuld þeirra við bankann. Þetta kemur fram í tilkynningu sem upplýsingafulltrúi Kaupþings sendi fjölmiðlum. Ekki hefur verið greint frá því með hvaða hætti öryggi starfsmanna hafi verið ógnað.

Í tilkynningunni segir að engar ákvarðanir um afskriftir hafi verið teknar. Í hverju máli sé unnið eftir ítarlegum verklagsreglum og að lögð sé mikil áhersla á sanngjarna málsmeðferð öllum til handa.

Fréttastofa hefur ekki náð tali af Berghildi Erlu Bernharðsdóttur, upplýsingafulltrúa Kaupþings, eftir að tilkynningin var send út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×