Íslenski boltinn

Guðmundur Reynir til KR á ný

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Arnþór
Mynd/Arnþór

Guðmundur Reynir Gunnarsson er á heimleið og mun formlega vera orðinn leikmaður KR þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí.

Guðmundur kemur á lánssamningi frá sænska liðinu GAIS.

GAIS situr í næstneðsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og hefur gengið illa hjá Íslendingunum að vinna sér inn sæti í liðinu. Auk Guðmundar eru Hallgrímur Jónasson, Eyjólfur Héðinsson og Guðjón Baldvinsson á mála hjá félaginu.

Guðmundur Reynir gekk til liðs við GAIS frá KR síðastliðið haust en hann er tvítugur og getur bæði leiki sem bakvörður og kantmaður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×