Íslenski boltinn

Hjálmar með nýjan samning til ársins 2010

Hjálmar skoraði sex mörk í Landsbankadeildinni síðasta sumar.
Hjálmar skoraði sex mörk í Landsbankadeildinni síðasta sumar. Mynd/Arnþór

Hjálmar Þórarinsson hefur framlengt samning sinn við Fram til ársins 2010 en Hjálmar hefur leikið með Safamýrarliðinu undanfarin tvö tímabil og skoraði þrettán mörk í 39 leikjum í Landsbankadeildinni undanfari tvö sumur. Gamli samningurinn var út þetta tímabil.

Hjálmar er 22 ára sóknarmaður og uppalinn í Þrótti þar sem að hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik ekki orðinn sextán ára gamall. Hjálmar fór síðan út til skoska liðsins Hearts þar sem hann fékk ekki mörg tækifæri.

Eftir að hafa farið til reynslu hjá AIK í Svíþjóð og Aalesund í Noregi var Hjálmar lánaður til Raith Rovers í skosku 2. Deildinni í September 2006. Hjálmar gekk til liðs við Fram í janúar 2007, en Fram fékk leikmanninn lánaðan frá Hearts í 1 ár með forkaupsrétt að þeim tíma loknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×