Innlent

Erla og Sigríður skiptast á sætum í Reykjavík

Erla Ósk Ásgeirsdóttir.
Erla Ósk Ásgeirsdóttir.

Nú hafa verið talin 5210 atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík og hefur Illugi Gunnarsson örugga forystu í 1. sætið, með alls 3076 atkvæði.

Guðlaugur Þór er sem fyrr í öðru sæti og röð efstu manna helst óbreytt allt niður í níunda sætið en þær Erla Ósk Ásgeirsdóttir og Sigríður Andersen hafa sætaskipti frá því í síðustu tölum.

1. Illugi Gunnarsson

2. Guðlaugur Þór Þórðarson

3. Pétur Blöndal

4. Ólöf Nordal

5. Sigurður Kári Kristjánsson

6. Birgir Ármannsson

7. Ásta Möller

8. Þórlindur Kjartansson

9. Erla Ósk Ásgeirsdóttir

10. Sigríður Andersen

11. Gréta Ingþórsdóttir

12. Jórunn Frímannsdóttir

Hægt er sjá nákvæma skiptingu atkvæða hér.

Alls kaus 7871 kjósandi í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík í dag og í gær, en alls voru á kjörskrá um 19.500 manns. Árið 2006, þegar síðasta prófkjör fór fram í Reykjavík kusu 10.486 þannig að kjörsókn er mun minni nú en þá.


Tengdar fréttir

Tækifæri til að gera landinu gagn

,,Ég hef fengið tækifæri til að gera flokknum og landinu mínu gagn," segir Illugi Gunnarsson sem hefur örugga forystu í 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. ,,Maður gleðst auðvitað þegar vel gengur."

Óbreytt staða í Reykjavík - Illugi með örugga forystu

Nú hafa verið talin 4732 atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík og hefur Illugi Gunnarsson örugga forystu í 1. sætið, með alls 2814 atkvæði. Lítil breyting er á röðun frambjóðenda fyrir neðan. Guðlaugur Þór Þórðarson er annar og Pétur Blöndal er í þriðja sæti.

Illugi leiðir í Reykjavík

Illugi Gunnarsson hefur hlotið flest atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar rúmlega 3852 atkvæði hafa verið talinn af 7871. Guðlaugur Þór Þórðarson er annar og Pétur Blöndal er í þriðja sæti. Frá því að fyrstu tölur voru birtar hafa Sigríður Andersen og Erla Ósk Ásgeirsdóttir hafa sæta skipti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×