Lífið

Heldur Astrókvöld á Nasa

Atli skemmtanalögga heldur Astrókvöld á Nasa á laugardaginn.
Atli skemmtanalögga heldur Astrókvöld á Nasa á laugardaginn.
Næstkomandi laugardag verður haldið svokallaða Astrókvöld á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Kvöldið verður tileinkað skemmtistaðnum Astró sem er án efa einn af eftirminnilegustu næturklúbbum landsins. Staðurinn opnaði árið 1995 og var opinn fram á sumar 2003. Í sama húsnæði opnaði síðan Pravda sem brann síðan í stórbruna vorið 2007. Astró er í flokki goðsagnarkenndra klúbba á borð við Tunglið, Ingólfskaffi og Casablanca.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atla Rúnari Hermannssyni, betur þekktum sem Atla Skemmtanalöggu.

Þar segir ennfremur að Astró hafi átti sín upp og niður tímabil eins og allir aðrir staðir. Eflaust megi deila um hvaða skeið voru þau bestu og verstu, sumum fannst „sundlaugartímabilið" slæmt á meðan aðrir kunnu vel við það. Flestir séu þó sammála um að bestu tímabilin hafi verið tvö. Fyrst á árunum 1996 til 1998 og svo þegar staðurinn var undir stjórn Kidda Bigfoot, frá 2000 til 2002. Margir af færustu og bestu plötusnúðum landsins hafa verið hús-snúðar á Astró eins og Dj Áki pain, Dj Svali, Dj Margeir og Dj Kiddi Bigfoot.

Margir af aðaltöffurum landsins hafa verið skemmtanastjórar á Astró eins og td Svavar Örn, Jón Gunnar Geirdal, Fjölnir Þorgeirsson ofl ofl.

Ekkert verður til sparað til að gera kvöldið sem flottast og eftirminnilegast segir í tilkynningunni. Þrír af helstu plötusnúðum ASTRÓ verða við stjórnvölin þetta kvöldið en það eru þeir DJ Kiddi, DJ SVali og Dj Áki. Öll tónlist sem spiluð verður þetta kvöldið er frá árunum 1994 - 2003. En það er það tímabil sem staðurinn var og hét.

Forsala miða hófst á mánudag og verður í verslunum Blend í Kringlunni og Smáralind. Fólk er hvatt til að tryggja sér miða í forsölu til að forðast raðir og þess háttar leiðindi. Takmarkað magn miða verður í forsölu og það er frumskógarlögmálið sem ræður, fyrstur kemur fyrstur fær.Til að hafa stemminguna sem líkasta fyrri tíð verður 25 ára aldurstakmark.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.