Innlent

Enginn með allar tölur réttar

Enginn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og verður vinningurinn því þrefaldur í næstu viku.

Þrír skiptu með sér bónusvinningnum og hlutu rúmlega 200 þúsund hver.   Tveir þeirra voru með tölurnar sínar í áskrift en einn keypti miðann sinn í Shellskálanum í Sandgerði.  

Tölur kvöldsins voru 12, 20, 21, 28 og 30. Bónustalan var 5.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×