Innlent

Þrjú þúsund manns í Bláfjöllum

Frá Bláfjöllum
Frá Bláfjöllum MYND/VILHELM
Um þrjú þúsund manns hafa rennt sér á skíðum í Bláfjöllum í dag. Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, segir dásamlegt veður á svæðinu, fjögurra stiga hiti sé og logn. Góð stemming sé á svæðinu líkt og í Skálafelli en báðir staðirnir eru opnir til klukkan fimm í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×