Innlent

Enn í haldi lögreglu grunaður um íkveikju

Frá Tryggvagötu 10 í dag. MYND/Ingólfur Júlíusson.
Frá Tryggvagötu 10 í dag. MYND/Ingólfur Júlíusson. MYND/Ingólfur Júlíusson

Karlmaður sem grunaður er um íkveikju þegar eldur var lagður að í húsi við Tryggvagötu um hádegisbilið í dag er enn í haldi lögreglu og gistir í fangageymslu í nótt. Maðurinn og kona sem búsett er í húsinu, sem skemmdist mikið, höfðu átt í erjum.

Maðurinn hellti eldfimum vökva inn um bréfalúguna hjá konunni í gær og var hún einmitt stödd á lögreglustöðinni til þess að kæra manninn þegar hann birtist aftur við húsið og var með logandi sígarettu. Sambýliskona konunnar var þá ein heima og ýtti hann henni frá og rauk inn. Því næst kveikti hann í íbúðinni og kom sér í burtu. Konan forðaði sér einnig áður en eldurinn náði að magnast.

Samkvæmt lögreglu var maðurinn í annarlegu ástandi þegar hann var handtekinn. Lögregla tók skýrslur af vitnum í dag.








Tengdar fréttir

Handtekinn grunaður um íkveikju á Tryggvagötu

Einn maður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa kveikt í húsinu á Tryggvagötu 10 sem skemmdist mikið í eldi fyrr í dag. Að sögn lögreglu var hann handtekinn í nágrenninu og er rökstuddur grunur um að hann hafi komið að málum. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag er talið að málið tengist fjölskylduerjum en ein fjölskylda bjó í húsinu sem var mannlaust þegar eldurinn kom upp.

Náði að forða sér út eftir að kveikt var í íbúðinni - myndband

Lárus Pálmi Magnússon, eigandi veitingastaðarins Krua Thai sem staðsettur er í næsta húsi við Tryggvagötu 10 sem brann í dag segir að brennuvargurinn sé eiginmaður starfsstúlku á staðnum. Konan var búsett í húsinu ásamt fleirum og höfðu hjónin átt í erjum undanfarið.

Eldurinn slökktur á Tryggvagötu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í húsi við Tryggvagötu 10 rétt eftir klukkan eitt. Sjónarvottar segja að um mikinn eld hafi að ræða og Kjartan Skaptason sem leigir aðstöðu í húsinu segist halda að kveikt hafi verið í. Mikill reykur kom út um glugga og dyr hússins og voru þrír slökkviliðsbílar á svæðinu.Eftir að slökkviliðið hóf slökkvistörf gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins.

Grunur um íkveikju á Tryggvagötu

Fjölskylda býr í húsinu við Tryggvagötu sem kviknaði í um hádegisbilið. Lögreglan hefur staðfest við fréttamann Stöðvar 2 sem er á staðnum að sterkur grunur sé um að kveikt hafi verið í húsinu. Talið er að málið tengist að einhverju leyti erjum hjá fjölskyldunni sem býr í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×