Innlent

Fleiri en 7000 skora á forsetann í Icesave málinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Icesavemótmælum. Mynd/ Anton.
Frá Icesavemótmælum. Mynd/ Anton.
Rúmlega 7000 Íslendingar hafa ritað nafn sitt undir áskorun til forseta Íslands um að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar, þannig að þau verði borin undir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í fréttatilkynningu frá InDefence, sem stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni, segir að þessi mikli áhugi almennings sýni að Icesave málið brenni enn á mörgum Íslendingum og hljóti að vekja athygli stjórnvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×