Innlent

Hættulegt að rannsaka vettvang

Húsið er mjög illa farið.
Húsið er mjög illa farið.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem rannsakar brunann við Klapparstíg 17 í nótt eru aðstæður erfiðar á vettavangi. Húsið er illa farið og beinlínis hættulegt að vera þar við rannsóknarstörf.

Því er ekki talið líklegt að niðurstöður um upptök eldsins liggi fyrir í bráð. Frirðik Smári Björgvinsson hjá rannsóknardeild segir lögregluna ekkert hafa gefið út um hvort kveikt hafi verið í húsinu, enda sé rannsókn ekki lokið.

Eldur kom upp í húsinu um fjögur leytið í nótt og sluppu alls níu manns úr eldinum. Líkt og fyrr segir er húsið mjög illa farið og mikil mildi þykir að enginn hafi slasast alvarlega.

Um 70 slökkviliðsmenn unnu að slökkvistarfi í nótt.






Tengdar fréttir

Setti klút fyrir andlitið og óð inn í logandi húsið

Arnar Halldórsson var að koma úr partýi í miðbænum í nótt þegar hann sá logandi húsið við Klapparstíg 17. Hann heyrði öskur og læti rétt áður en hann setti klút fyrir andlit sitt og óð inn í húsið. Arnar aðstoðaði skelfingu lostið fólk við að komast út úr brenanndi íbúð rétt áður en slökkviliðið mætti á staðinn.

Útiloka ekki íkveikju - myndband

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er ekki útilokað að kveikt hafi verið í íbúðarhúsi við Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Enn eru eldsupptök þó ókunn og vill lögregla ekki tjá sig um málið að svo stöddu enda er rannsóknin skammt á veg komin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×