Innlent

Vilja Ögmund úr pólitík og áfram í BSRB

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hópur manna vill að Ögmundur Jónasson starfi áfram fyrir BSRB. Mynd/ Anton.
Hópur manna vill að Ögmundur Jónasson starfi áfram fyrir BSRB. Mynd/ Anton.
Hópur manna innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) vill að Ögmundur Jónasson láti af afskiptum af pólitík og snúi sér alfarið af málefnum BSRB. Meðal annars er stefnt að því að setja af stað undirskriftarsöfnun á netinu til að skora á Ögmund.

Ögmundur, sem hefur gegnt formennsku samtakanna um árabil, gaf hins vegar út þær yfirlýsingar þegar að hann tók við ráðherraembætti í byrjun ársins að hann ætlaði að láta af formennsku hjá BSRB á næsta þingi samtakanna sem fram fer í október.

Í samtali við Vísi í morgun sagðist Ögmundur eitthvað hafa heyrt af þessum áskorunum. „Ég lýsti því yfir á sínum tíma að ég myndi hætta sem formaður BSRB á næsta þingi samtakanna í október, hver sem framvindan yrði í pólitíkinni," segir Ögmundur. Hann segir ekkert hafa orðið til að breyta þeirri ákvörðun sinni. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×