Innlent

TF-SIF lent

Sif á leið inn til lendingar hið fyrsta sinn, í þyrlufylgd.
Sif á leið inn til lendingar hið fyrsta sinn, í þyrlufylgd. Mynd/Árni M
TF-SIF, ný eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli um klukkan þrjú í dag.

Heimkoma hinna nýju flugvélar kemur upp á 83 ára afmæli Landhelgisgæslunnar en hún var stofnuð þann 1. júlí árið 1926.

Vélin, sem er af gerðinni Dash-8 Q300, kemur í stað TF-SYN sem er Fokker flugvél. Hún hefur verið í þjónustu gæslunnar í 32 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×