Innlent

Kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins

Árni Pétur Jónsson forstjóri Teymis.
Árni Pétur Jónsson forstjóri Teymis.

Teymi segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að skipa nýja fulltrúa félagsins í stjórn Tals óviðunandi og henni verði áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins gæti leitt það af sér að félagið hefði engin völd í stjórn Tals þrátt fyrir að eiga 51% hlut í félaginu.

Þá vísar félagið á bug getgátum um að Vodafone og Tal hafi átt samráð um markaðsaðgerðir.

Yfirlýsingin kemur í kjölfar úrskurðar samkeppniseftirlitsins sem Vísir sagði frá fyrr í dag. Hana má sjá í heild sinni hér að neðan.

„Samkeppniseftirlitið birti í dag bráðabirgðaákvörðun vegna rannsóknar á meintum brotum Teymis hf. á samkeppnislögum. Vegna ákvörðunarinnar vill Teymi koma eftirfarandi á framfæri:

Við rannsókn málsins lagði Teymi til við Samkeppniseftirlitið að stjórn Tals yrði að fullu skipuð óháðum aðilum á meðan rannsókn stæði yfir. Í bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins er hins vegar kveðið á um að óháðir aðilar taki við stjórnarsetu fyrir meirihlutaeigendur félagsins eingöngu, en fulltrúar minnihluta í stjórn geti setið áfram í stjórn félagsins.

Samkeppniseftirlitið vill sjálft skipa stjórnarmenn í stað þeirra sem áður sátu í stjórninni f.h. Teymis, en slíkt gæti augljóslega leitt til þess að Teymi hefði engin áhrif á stjórn Tals þrátt fyrir að eiga 51% í fyrirtækinu. Að mati Teymis er slík ákvörðun óviðunandi og því verður henni áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.

Teymi vísar jafnframt á bug getgátum um að Vodafone og Tal hafi átt samráð um markaðsaðgerðir."






Tengdar fréttir

Fulltrúum Teymis vikið úr stjórn Tals

Með bráðabirgðaákvörðun í dag hefur Samkeppniseftirlitið mælt fyrir um að fulltrúar Teymis hf. í stjórn IP-fjarskipta hf. (Tali) víki og í stað þeirra skuli skipaðir tveir óháðir einstaklingar sem tilnefndir verða af Samkeppniseftirlitinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×