Enski boltinn

O´Neill ósáttur við stuðningsmenn Villa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
O´Neill er reiður stuðningsmönnum Villa.
O´Neill er reiður stuðningsmönnum Villa. Nordic Photos/Getty Images

Martin O´Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa, segir að stuðningsmenn félagsins hafi ollið sér miklum vonbrigðum í gær er þeir bauluðu á Gabriel Agbonlahor þegar honum var skipt af velli.

„Ég er viss um að Gabby var ósáttur við leikinn og sína frammistöðu en ég er líka svekktur með stuðningsmennina. Gabby er uppalinn strákur sem hefur gefið allt fyrir félagið. Kannski leit það út að honum væri alveg sama en það er svo fjarri sannleikanum," sagði O´Neill um Agbonlahor sem hefur skorað 11 mörk í vetur en aðeins tvisvar síðan í desember.

„Svona á ekki að koma fram við menn sem hafa gert góða hluti fyrir félagið. Ég get sætt mig við margt en þetta er ekki eitt af því. Fólk hefur allt of stutt minni. Svona framkoma hjálpar engum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×