Fótbolti

McClaren orðaður við Ajax

Nordic Photos/Getty Images

Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga og núverandi þjálfari Twente í Hollandi, hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá stórliðinu Ajax í Amsterdam.

McClaren hefur náð ágætum árangri með Twente eftir að hafa náð afar döprum árangri með enska landsliðið. Hann stýrði Twente í annað sætið í deildinni og í úrslitaleikinn í bikarnum.

Marco Van Basten sagði af sér sem þjálfari Ajax eftir að hafa mistekist að koma liðinu í meistaradeildina.

Frank Rijkaard hefur einnig verið orðaður við stöðuna, en hann hefur verið atvinnulaus frá því hann hætti hjá Barcelona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×