Enski boltinn

Ferdinand: Ekki kenna Vidic um tapið fyrir Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Félagarnir Rio Ferdinand og Nemanja Vidic.
Félagarnir Rio Ferdinand og Nemanja Vidic. Mynd/GettyImages

Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, kom félaga sínum sínum í United-vörninni, Nemanja Vidic, til varnar í viðtali við MUTV í gærkvöldi. Vidic átti sök á fyrsta marki Liverpool í leiknum og var síðan rekinn útaf fyrir brot á Steven Gerrard eftir svipað klúður.

„Rauða spjaldið og þriðja markið kom á viðkvæmum tíma. Mér fannst spurning um hvort rétt hafi verið að reka Vida útaf því ég var aftastur og átti möguleika á að koma til hjálpar," sagði Ferdinand.

„Vida er búinn að vera einn stöðugasti og traustasti leikmaðurinn okkar á tímabilinu. Það mega allir gera mistök og við verðum ekki á bakinu hans vegna þessa," sagði Rio Ferdinand sem vildi ekki ræða félaga sinn frekar.

„Það eru alltaf vonbrigði að tapa leik og enn verra ef að tapið er gegn erkifjendunum. Úrslit leiksins gera þetta síðan enn verra,"segir Ferdinand sem getur ekki beðið eftir næsta leik.

„Við verðum að búa til eitthvað jákvætt út úr þessu. Við vöknuðum upp við vondan draum í þessum leik og við vitum núna að ef við við förum ekki út sem ein sterk liðsheild þá náum við ekki góðum úrslitum," sagði Rio að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×