Umfjöllun: Valskonur tóku bikarinn eftir magnaða framlengingu Elvar Geir Magnússon skrifar 4. október 2009 13:00 Valskonur unnu tvöfalt í ár. Mynd/Valli Kvennalið Vals er tvöfaldur meistari 2009 en liðið vann 5-1 sigur á Breiðabliki í framlengdum úrslitaleik VISA-bikarsins í dag. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en Valsliðið var miklu mun betra í framlengingunni og skoraði þar þrívegis. Laufey Ólafsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Val og Dóra María Lárusdóttir eitt en Erna Björk Sigurðardóttir skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Breiðablik. Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill og bæði lið nálguðust leikinn af varkárni. Bæði lið fengu þó ágætis færi en markverðirnir tveir voru öruggir. Elsa Hlín Einarsdóttir átti magnaða markvörslu þegar hún varði skalla frá Kristínu Ýr Bjarnadóttur. Mikið jafnræði var með liðunum en ísinn var brotinn á 75. mínútu þegar Erna Björk kom Blikum yfir með skalla eftir hornspyrnu. Stuttu áður hafði Breiðablik reyndar náð að skora mark sem ranglega var dæmt af. En varamaðurinn Laufey Ólafsdóttir reyndist hetja Vals í leiknum og náði hún að jafna í 1-1 eftir sendingu frá Rakeli Logadóttur. Þannig var staðan þegar Akurnesingurinn Valgeir Valgeirsson flautaði til loka venjulegs leiktíma og því gripið til framlengingar. Í framlengingunni var Valsliðið mikið mun sterkara og bauð upp á markaregn á meðan Breiðablik lagði árar í bát. Kristín Ýr kom Val yfir með glæsilegum skalla og Laufey bætti síðan við sínu öðru marki. Kristín Ýr og Dóra María Lárusdóttir bættu síðan við fjórða og fimmta marki Vals. Yfirburðir Valsstelpna í framlengingunni voru ótrúlegir og fékk liðið færi til að skora enn fleiri mörk. Úrslitin 5-1 í ótrúlegum leik og Valsliðið vann því tvöfalt þetta tímabilið. Glæsilegur árangur hjá Frey Alexanderssyni og hans liði. Valur - Breiðablik 5-10-1 Erna Björk Sigurðardóttir (75.) 1-1 Laufey Ólafsdóttir (82.) 2-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (94.) 3-1 Laufey Ólafsdóttir (98.) 4-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (104.) 5-1 Dóra María Lárusdóttir (113.) Dómari: Valgeir Valgeirsson (5) Skot (á mark): 12-8 (9-6) Varin skot: María 5 - Elsa 3 Horn: 5-5 Rangstöður: 3-1Valur: María B. Ágústsdóttir Sif Atladóttir Pála Marie Einarsdóttir Rakel Logadóttir (110. Dagný Brynjarsdóttir) Katrín Jónsdóttir Kristín Ýr Bjarnadóttir Dóra María Lárusdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Thelma Björk Einarsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir (65. Laufey Ólafsdóttir) Embla GrétarsdóttirBreiðablik:Elsa Hlín Einarsdóttir Erna Björk Sigurðardóttir Hlín Gunnlaugsdóttir (100. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir) Helga Pálmadóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir (105. Ásta Einarsdóttir) Sara Björk Gunnarsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Dagmar Ýr Arnardóttir (75. Bára Gunnarsdóttir) Anna Birna Þorvarðardóttir Jóna Kristín Hauksdóttir Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Valur - Breiðablik. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary Wake: Jöfnunarmarkið sló okkur út af laginu „Það sló okkur út af laginu þegar þær skoruðu jöfnunarmarkið," sagði Gary Wake, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks sem tapaði 5-1 í framlengdum bikarúrslitaleik gegn Val í dag. 4. október 2009 17:11 Freyr: Við pökkuðum þeim saman Breiðhyltingar voru í aðalhlutverki í úrslitaleik VISA-bikars kvenna í dag. Laufey Ólafsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, sem skoruðu fjögur af fimm mörkum Vals, hófu feril sinn í Leikni í Breiðholtinu rétt eins og þjálfarinn Freyr Alexandersson. 4. október 2009 17:18 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Körfubolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Kvennalið Vals er tvöfaldur meistari 2009 en liðið vann 5-1 sigur á Breiðabliki í framlengdum úrslitaleik VISA-bikarsins í dag. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en Valsliðið var miklu mun betra í framlengingunni og skoraði þar þrívegis. Laufey Ólafsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Val og Dóra María Lárusdóttir eitt en Erna Björk Sigurðardóttir skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Breiðablik. Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill og bæði lið nálguðust leikinn af varkárni. Bæði lið fengu þó ágætis færi en markverðirnir tveir voru öruggir. Elsa Hlín Einarsdóttir átti magnaða markvörslu þegar hún varði skalla frá Kristínu Ýr Bjarnadóttur. Mikið jafnræði var með liðunum en ísinn var brotinn á 75. mínútu þegar Erna Björk kom Blikum yfir með skalla eftir hornspyrnu. Stuttu áður hafði Breiðablik reyndar náð að skora mark sem ranglega var dæmt af. En varamaðurinn Laufey Ólafsdóttir reyndist hetja Vals í leiknum og náði hún að jafna í 1-1 eftir sendingu frá Rakeli Logadóttur. Þannig var staðan þegar Akurnesingurinn Valgeir Valgeirsson flautaði til loka venjulegs leiktíma og því gripið til framlengingar. Í framlengingunni var Valsliðið mikið mun sterkara og bauð upp á markaregn á meðan Breiðablik lagði árar í bát. Kristín Ýr kom Val yfir með glæsilegum skalla og Laufey bætti síðan við sínu öðru marki. Kristín Ýr og Dóra María Lárusdóttir bættu síðan við fjórða og fimmta marki Vals. Yfirburðir Valsstelpna í framlengingunni voru ótrúlegir og fékk liðið færi til að skora enn fleiri mörk. Úrslitin 5-1 í ótrúlegum leik og Valsliðið vann því tvöfalt þetta tímabilið. Glæsilegur árangur hjá Frey Alexanderssyni og hans liði. Valur - Breiðablik 5-10-1 Erna Björk Sigurðardóttir (75.) 1-1 Laufey Ólafsdóttir (82.) 2-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (94.) 3-1 Laufey Ólafsdóttir (98.) 4-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (104.) 5-1 Dóra María Lárusdóttir (113.) Dómari: Valgeir Valgeirsson (5) Skot (á mark): 12-8 (9-6) Varin skot: María 5 - Elsa 3 Horn: 5-5 Rangstöður: 3-1Valur: María B. Ágústsdóttir Sif Atladóttir Pála Marie Einarsdóttir Rakel Logadóttir (110. Dagný Brynjarsdóttir) Katrín Jónsdóttir Kristín Ýr Bjarnadóttir Dóra María Lárusdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Thelma Björk Einarsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir (65. Laufey Ólafsdóttir) Embla GrétarsdóttirBreiðablik:Elsa Hlín Einarsdóttir Erna Björk Sigurðardóttir Hlín Gunnlaugsdóttir (100. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir) Helga Pálmadóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir (105. Ásta Einarsdóttir) Sara Björk Gunnarsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Dagmar Ýr Arnardóttir (75. Bára Gunnarsdóttir) Anna Birna Þorvarðardóttir Jóna Kristín Hauksdóttir Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Valur - Breiðablik.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary Wake: Jöfnunarmarkið sló okkur út af laginu „Það sló okkur út af laginu þegar þær skoruðu jöfnunarmarkið," sagði Gary Wake, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks sem tapaði 5-1 í framlengdum bikarúrslitaleik gegn Val í dag. 4. október 2009 17:11 Freyr: Við pökkuðum þeim saman Breiðhyltingar voru í aðalhlutverki í úrslitaleik VISA-bikars kvenna í dag. Laufey Ólafsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, sem skoruðu fjögur af fimm mörkum Vals, hófu feril sinn í Leikni í Breiðholtinu rétt eins og þjálfarinn Freyr Alexandersson. 4. október 2009 17:18 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Körfubolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Gary Wake: Jöfnunarmarkið sló okkur út af laginu „Það sló okkur út af laginu þegar þær skoruðu jöfnunarmarkið," sagði Gary Wake, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks sem tapaði 5-1 í framlengdum bikarúrslitaleik gegn Val í dag. 4. október 2009 17:11
Freyr: Við pökkuðum þeim saman Breiðhyltingar voru í aðalhlutverki í úrslitaleik VISA-bikars kvenna í dag. Laufey Ólafsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, sem skoruðu fjögur af fimm mörkum Vals, hófu feril sinn í Leikni í Breiðholtinu rétt eins og þjálfarinn Freyr Alexandersson. 4. október 2009 17:18