Erlent

Neita flensusjúklingum um flugfar

Bresku flugfélögin British Airways og Virgin Atlantic ætla að meina farþegum sem grunaðir eru um að vera smitaðir af svínaflensu að ferðast með flugvélum þeirra. Slíkir farþegar munu þurfa sérstakt vottorð frá lækni um að þeim sé óhætt að ferðast. Læknar í Bretlandi fordæma þessa ákvörðun og segja hana algjörlega óþarfa. Þeir segja gjörsamlega ómögulegt að bera kennsl á alla þá sem bera veiruna og að skilmálar eins og þessir yrðu einungis til þess að sóa tíma heilbrigðisstarfsfólks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×