Enski boltinn

Tottenham gerði tilboð í Keane

NordicPhotos/GettyImages

Sky fréttastofan segir að Tottenham hafi gert Liverpool endurbætt kauptiboð í framherjann Robbie Keane með það fyrir augum að landa honum aftur eftir nokkra óeftirminnilega mánuði í Bítlaborginni.

Liverpool keypti Keane fyrir hátt í 20 milljónir punda frá Tottenham í sumar en hann hefur fá tækifæri fengið með liðinu undanfarið.

Sky segir að Tottenham sé búið að bæta við upphaflegt kauptilboð í írska landsliðsmanninn en tekið er fram að kantmaðurinn Aaron Lennon komi ekki við sögu í tiboði Tottenham eins og haldið hefur verið fram í bresku blöðunum.

Sagt er að svars frá Liverpool sé að vænta eftir hádegið en félagaskiptaglugginn lokar seinnipartinn í dag.

Argentínski framherjinn Javier Saviola hefur verið orðaður við bæði Liverpool og Tottenham í dag og sagt er að hann gæti jafnvel farið til Liverpool ef liðið losar Keane aftur til síns gamla félags.

Saviola er ekki í náðinni hjá Real Madrid en hann var orðaður við Portsmouth fyrir nokkrum dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×